Skip to main content

Fréttir

Sigurðar Nordals fyrirlestur 2017

Sigurðar Nordals fyrirlestur var haldinn við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu 14. september.

 

Fjölmargir gestir komu saman til að hlýða á fyrirlesturinn sem venju samkvæmt var haldinn á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals 14. september. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, flutti fyrirlestur sem bar yfirskriftina Gleymska og geymd á stafrænum tímum.

 

Hér geta áhugasamir hlustað á viðtal við Gunnþórunni Guðmundsdóttur sem var flutt í þættinum Víðsjá á Rás 1  þriðjudaginn 12. september. 

 

Ljósmyndari: María Kjartansdóttir.

 

Gunnþórunn Guðmundsdóttir.

 

Guðrún Nordal, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Úlfar Bragason voru að vonum ánægð eftir fyrirlesturinn.

 

Það var góð stemmning og hátíðarbragur yfir gestum.