Search
Hið íslenzka fornritafélag
27. desember 2011 var undirritaður samstarfssamningur milli Hins íslenzka fornritafélags og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Megintilgangur með honum er að færa í fastara form hin margvíslegu samskipti sem verið hafa um langt skeið milli félagsins og stofnunarinnar. Hið íslenzka fornritafélag:
NánarÍslenskar ritreglur og pólski hluti ISLEX fá styrki
Styrkur úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til verkefna sem Árnastofnun vinnur að. Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur veitti nýverið fjármunum til tveggja verkefna sem unnin eru á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarRáðstefna doktorsnema á Hugvísindasviði
Ráðstefna doktorsnema á Hugvísindasviði verður haldin í annað sinn laugardaginn 25. maí í stofu 201, í Árnagarði. Dagskrá: 10.00 Setning 10.10 Torfi Túliníus ávarpar gesti 10.30 Málstofa 1: Híbýli, náttúra og samkennd / Habitat, Nature and Empahty
NánarBoðnarþing haldið í sjöunda sinn
Boðnarþing, málþing um ljóðlist og óðfræði, var haldið í sjöunda sinn þann 11. maí sl. í Safnaðarheimili Neskirkju. Dagskráin var sem hér segir: 13.15–13:45 Gauti Kristmannsson: Þýðingar án frumtexta.
NánarNetflix miðalda – AM 589 a–f 4to
Við eigum Árna Magnússyni mikið að þakka fyrir ötult starf hans við söfnun og varðveislu handrita en sumar af hans aðferðum myndu seint þykja til sóma nú á dögum. Þannig tók Árni handrit oft í sundur og lét binda inn hluta þeirra hvern fyrir sig.
NánarDagskrá ársfundar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Dagskrá Kl. 8.00 Morgunmatur Kl. 8.30 Fundur settur Dagný Jónsdóttir, formaður stjórnar stofnunarinnar, flytur ávarp. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir frá starfinu undanfarin misseri og ársskýrslunni. Trausti Dagsson verkefnisstjóri: Nýjungar Árnastofnunar á veraldarvefnum.
NánarHús íslenskunnar rís
Gengið hefur verið að tilboði lægstbjóðanda í byggingu Húss íslenskunnar sem rísa mun við Arngrímsgötu í Reykjavík. Í kjölfar útboðs vegna framkvæmdanna var gerð heildarkostnaðaráætlun fyrir verkefnið en hún nemur um 6,2 milljörðum kr. Ríkissjóður mun fjármagna um 70% af heildarkostnaði og Háskóli Íslands um 30% með sjálfsaflafé.
NánarSkinnblöð frá Þjóðminjasafni Íslands í vörslu Árnastofnunar
Þegar Forngripasafn Íslands var stofnað 1863 bárust því fljótlega allnokkur skinnblöð. Á þessum tíma var landið mjög fátækt af skinnhandritum enda höfðu fræðimenn á 17. og 18. öld safnað þeim og komið í söfn í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og víðar.
Nánar