Skip to main content

Fréttir

Skinnblöð frá Þjóðminjasafni Íslands í vörslu Árnastofnunar

Þegar Forngripasafn Íslands var stofnað 1863 bárust því fljótlega allnokkur skinnblöð. Á þessum tíma var landið mjög fátækt af skinnhandritum enda höfðu fræðimenn á 17. og 18. öld safnað þeim og komið í söfn í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og víðar. Það sem helst var eftir í landinu voru stök blöð sem leyndust í bókbandi og þá gjarnan með efni sem fræðimenn fyrri alda höfðu lítinn áhuga á, svo sem latneskum messusöng. Nú á dögum er meiri áhugi á menningarsögulegu gildi þessara heimilda og með þessum ljósmyndum er það von okkar að efni þetta verði fleirum aðgengilegt.

Smelltu hér til að skoða bókina.

Hér má panta eintak af bókinni.