Skip to main content

Fréttir

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir gerð orðasafns um lögfræði

Mynd: Sigurður Stefán Jónsson
Ágústa Þorbergsdóttir og Ása Ólafsdóttir

Ása Ólafsdóttir prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og Ágústa Þorbergsdóttir málfræðingur hjá Árnastofnun fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að gerð lögfræðiorðabókar með fulltingi laganemans Jóns Sigurðssonar Nordal. Titill verkefnisins er Lögfræðiorðabók og myndun nýrra íðorða í lögvísindum. 

Unnið verður að orðabókinni í þrjá mánuði sumarið 2019 og markmiðið er að hún verði opin og aðgengileg öllum á vefnum þegar fram líða stundir.