Heimasíðan á Norðurlandamáli
Helstu upplýsingar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) hafa nú verið þýddar á dönsku og eru birtar á síðunni:
NánarHelstu upplýsingar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) hafa nú verið þýddar á dönsku og eru birtar á síðunni:
NánarHáskólinn í Bergen hefur auglýst styrki til doktorsnáms og rannsókna í miðaldafræðum við ,,Centre for Medieval Studies in Bergen" lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 25. janúar 2009. Lesa má um styrkina til doktorsnáms á heimasíðunni:
NánarTillögur ríkisstjórnarinnar að sparnaði á árinu 2009 voru kynntar í morgun. Þar er lagt til að húsbyggingu sem á að hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands verði slegið á frest.
NánarBeijing Foreign Studies University (BFSU – Beijing waiguoyu daxue) bauð í fyrsta sinn í haust upp á fjögurra ára nám í íslensku, og eru 16 nemendur skráðir í námið. Gísli Hvanndal er íslenskukennari við BFSU. Menntamálaráðuneyti styrkir kennsluna í gegnum Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarMenntamálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi tillögur að íslenskri málstefnu. Fyrri umræðu er lokið en tillagan hefur gengið til síðari umræðu og menntamálanefndar eins og segir á vef Alþingis.
NánarÍ tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans.
NánarÁrið 2006 héldu Oddafélagið, Árnastofnun og Heimspekistofnun ráðstefnu um Sæmund fróða í tilefni af því að liðin voru 950 ár frá fæðingu Sæmundar (1056–1133). Í fyrri hluta bókarinnar eru prentuð erindi frá ráðstefnunni, en í seinni hlutanum er birt Ævi Sæmundar fróða eftir Árna Magnússon sem hefur ekki áður komið út á íslensku.
NánarMenntamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til íslenskunáms við Háskóla Íslands lausa til umsóknar. Stúdentar sem vilja sækja um þessa styrki þurfa að senda umsókn til viðeigandi stjórnvalds í heimalöndum sínum. Nánari upplýsingar á ensku í skjali frá menntamálaráðuneyti (pdf, 128 k)
Nánar