Skip to main content

Fréttir

Út er komin hjá Hugvísindastofnun bókin ,Í garði Sæmundar fróða'


Árið 2006 héldu Oddafélagið, Árnastofnun og Heimspekistofnun ráðstefnu um Sæmund fróða í tilefni af því að liðin voru 950 ár frá fæðingu Sæmundar (1056–1133). Í fyrri hluta bókarinnar eru prentuð erindi frá ráðstefnunni, en í seinni hlutanum er birt Ævi Sæmundar fróða eftir Árna Magnússon sem hefur ekki áður komið út á íslensku.

Í skrifum fræðimanna undanfarna áratugi hafa komið fram nýjar hugmyndir um Sæmund, nám hans og framlag, og hafa þær leitt til endurskoðunar á ýmsum atriðum sem snerta sögu hans. Greinarnar í bókinni takast á við þessar hugmyndir hver með sínum hætti.

Höfundar og þýðendur efnis eru:

  • Árni Magnússon
  • Edward Booth
  • Garðar Gíslason
  • Gottskálk Jensson
  • Gunnar Harðarson
  • Helgi Skúli Kjartansson
  • John Marenbon
  • Sverrir Tómasson
  • Þorkell Örn Ólason

Bókin er 186 bls. að lengd. Dreifingu annast Háskólaútgáfan: jonbb@hi.is, s. 525 4003. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta og fleiri bókaverslunum. Leiðbeinandi verð er 2.900 krónur.