Skip to main content

Fréttir

Heimasíðan á Norðurlandamáli

Helstu upplýsingar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) hafa nú verið þýddar á dönsku og eru birtar á síðunni:

Þaðan er einnig beinn aðgangur inn á gagnasöfn SÁ líkt og af íslenskri og enskri útgáfu heimasíðunnar.

Gagnasöfnin eru mikið notuð enda bæði gagnleg í leik og starfi. Í söfnunum er m.a. hægt að fletta upp orðum, skoða merkingu þeirra, beygingu og orðasambönd, fá leiðbeiningar um málnotkun, skoða handrit, finna bæi á landinu og háskóla sem kenna íslensku í útlöndum, fá aðgang að þjóðfræðahljóðritunum og leita að fræðimönnum sem leggja stund á íslensk fræði. Stafrófsraðaður listi yfir gagnasöfn er til hægri á heimasíðunni.