Sögn séra Alberts Kristjánssonar
Blaine, Washington, U.S.A., EF 73/1-73/2
Hann lék á lögregluna í Winnipeg. Hann bjó nálægt þar sem að, þar sem að herdeild ein viss hafði aðsetur sitt. Og var há girðing um, í kringum aðsetursstað deildarinnar. En meðal þeirra voru náttúrlega drengir sem þótti stau-, gott í staupinu, eins og gengur, en var ska-, var skammtað úr hendi eins og maður segir. En þeir höfðu Kristján, - Kristján var vinur einhvurra þeirra og hann fann einhvurja rifu á girðingunni hjá þeim þar sem hann gat smeygt inn bjór til þeirra. Þegar að hann fór, - það var títt í þá daga að þegar menn unnu frá heimilinu þá höfðu þeir með sér fötu sem þeir kölluðu dinnerfötu; nest-, nesti fyrir miðdegismat, og í henni var hólf, eh, það er að segja, ein, ein féll inn oní aðra. Nefnilega, drykkurinn var í, í því sem var ofaná. Ma-, þurri maturinn var undir og svo var bolli ofan á öllu saman til að drekka úr.
Jæja, svo hann tók upp á því, þegar hann var búinn að borða miðdegismatinn þá keypti hann bjór í fötuna og smellir henni inn um þessa rifu til hermannanna. Lögreglan komst á snoðir um að það væri eitthvað, eitthvað athugavert þar, svo að þeir náðu Kristjáni einu sinni með bjórfötuna, og bjór í, og lögðu á stað með hana niður á lögreglustöð þar. En þeir gengu niður með Rauðánni og það voru þá, eh, hér buskar meðfram ánni, eh, víðibuskar og svoleiðis, og hann bar, hann bar fötuna, Kristján nefnilega. Og svo þegar að þeir eru búnir að ganga dáldið þá segir hann: "Bíðiði svoltið við, má ég ekki ganga hérna á bak við buskann og kasta af mér vatni?"
"Jújú, það er sjálfsagt."
Svo að hann fór á bak við buskann og hellti bjórnum úr fötunni og meig í hana [hlátur]. Og þegar þeir komu á lögreglustöðina þá þótti þeim ekki góð lykt af bjórnum. [hlátur]
[H.Ö.E.:] Hver sagði þér þetta?
Ég heyrði hann sjálfur einu sinni segja þessa, segja sögu.
[H.Ö.E.:] Hefurðu sagt hana stundum aftur?
Ha?
[H.Ö.E.:] Hefurðu sagt hana stundum síðar, þessar sögur? Hefurðu sagt hana stundum síðar, þessar sögur?
Ja, ég, svona kunningjum mínum, já.
[H.Ö.E.:] Jájá.
Og, ég heyrði, ég heyrði hann sjálfan segja, ég heyrði þessar sögur eftir öðrum sem heyrði þær. En ég heyrði hann sjálfan segja sögu einu sinni. Hann kom þessum sögum inní samtal. Mann grunaði ekki neitt að hann ætlaði að fara að ljúga neinu.