Sögn Skúla Sigfússonar
Winnipeg, EF 72/6
...En pabbi trúði á drauma. Ég held þetta hafi verið eitthvað frá gamla landinu. Hann sagði okkur frá mörgum draumum eða berdreymi. Hann sagði að það hefði komið ísbjörn á þeirra heimili og það var, það var gangur eins-, eða hlaða, eða hvað sem það er kallað - við sáum líkt því þegar við vorum á Íslandi, svona bara til þess að byrgja manni frá snjónum, líklegast, - svo að maður kæmist inn í hús. Þau áttu hund sem hét Snati. Og þetta kvöld þá öskrar hundurinn eins og sé verið að drepa hann. Og þau skeyttu því engu. Eng-, það skeytti því enginn. Jæja, næsta dag, að kvöldlagi, þá er það sama. Þá voru allir á fótum og hundurinn kemur með þessi sömu hljóð og hann hafði heyrt í draumi. Og þá, þá heyrði það, fannst þeim það vera eitthvurt kvikindi og einhvur leit í gegnum skrána, lyklaskrána, og sá það var ísbjörn. Og faðir hans fór út um aðra hurð, læddist í kring og skaut björninn í hlöðunni - voru ekki þetta kallaðir hlaðir? Já, skaut björninn steindauðan.
[Anna:] Áður en að hann skaut hann... hund...
[...] Hann drap hundinn,
[Anna:] Já.
hundurinn fór í gegnum sömu hljóðin eins og hann gerði í drauminum kvöldið áður.
[Anna:] Já, en þegar dyrnar voru opnaðar, eins og ég, ég man eftir því að afi var að segja okkur þessa sögu, þá stökk hundurinn út og birninn sló hann högg, - svona, og hundurinn datt bara niður dauður - áður en hann var skotinn.