Fræðimannaskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum inniheldur upplýsingar um á sjöunda hundrað fræðimanna í íslenskum fræðum um allan heim. Með leit í skránni má fá upplýsingar um nöfn, heimilisföng og áhugasvið fræðimanna og eins má leita að fræðimönnum á tilteknum sviðum eða í einstökum löndum. Skránni er ætlað að nýtast fræðimönnum, stúdentum og áhugamönnum um íslensk fræði.