Skip to main content

Viðburðir

Útgáfuhóf og kynning á nýjum bókum Árnastofnunar

6. desember
2023
kl. 16–17.30

Tvær nýjar bækur hafa verið gefnar út af Árnastofnun. Annars vegar bókin Rúnir á Íslandi eftir Þórgunni Snædal sem, eins og nafnið gefur til kynna, fjallar um fjölbreytta notkun rúnaleturs á Íslandi allt frá landnámstíð og fram á 19. öld. Hins vegar er það greinasafnið Nöfn á nýrri öld. Þar má finna tuttugu greinar eftir samtals tuttugu og tvo höfunda sem velta nöfnum af ýmsu tagi fyrir sér, bæði gömlum og nýjum. Ritið skiptist í fimm kafla sem allir eru ríkulega skreyttir myndum og kortum. Í tilefni af þessari útgáfu mun Árnastofnun efna til útgáfuhófs og bókakynningar í fyrirlestrasal Eddu, miðvikudaginn 6. desember kl. 16. Ritstjórar fjalla um bækurnar og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir.

2023-12-06T16:00:00 - 2023-12-06T17:30:00