Skip to main content

Viðburðir

Tunga, tækni og túrismi – málsamfélag á tímamótum?

15. september
2023
kl. 13–14

Norræna húsið,
Sæmundargötu 11,
102 Reykjavík,
Ísland

Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um ensku í íslensku samfélagi. Hröð tækniþróun og mikil fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á íslenska tungu og notkunarsvið hennar. Hvar stöndum við í dag og hvert er stefnan tekin?

Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrir pallborðsumræðum á Fundi fólksins 2023 þar sem stórum spurningum er varpað fram um framtíð málsamfélagsins.

Þátttakendur í pallborðsumræðunum eru:

Kristján Árnason, prófessor emerítus í íslensku
Stefanie Bade, doktor í íslenskri málfræði
Sabine Leskopf borgarfulltrúi
Sigrún Steingrímsdóttir, íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík
Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur

Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu 15.–16. september. Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

2023-09-15T13:00:00 - 2023-09-15T14:00:00