Þjóðræknisþing Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldið á Icelandair Hotel Reykjavík Natura sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00–16.45. Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar flytur ávarp á þinginu.
Dagskrá
14.00 Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga – Setning
Ávörp:
14.15 Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir utanríkisráðherra
14.30 Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi
14.35 Michelle Yerkin, varasendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
14.40 Guðrún Nordal, formaður heiðursráðs ÞFÍ
14.45 Stefan Jonasson, fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi
14.50 Dianne O’Konski, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Bandaríkjunum
Erindi:
14.55 Jón Hjaltalín sagnfræðingur – Fæddur til að fækka tárum. KÁINN: Ævi og ljóð
15.15 Kaffi og meðlæti í boði Þjóðræknisfélagsins
15.45 Birna Bjarnadóttir rannsóknasérfræðingur – Stephans G. Stephanssonar styrktarsjóður HÍ: Tilurð og markmið
16.00 Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir framhaldsskólakennari – Saga Vestur-Íslendinga vekur áhuga framhaldsskólanema
16.20 Pála Hallgrímsdóttir og Jody Arman-Jones – Snorrasjóður
16.35 Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West-verkefninu segja frá ferð sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar
16.45 Þingslit
Þingstjórar: Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, og Hjálmar W. Hannesson fyrrverandi sendiherra