Skip to main content

Viðburðir

Skipulagsfundur Nordkurs í Helsinki

30. september–1. október
2022
kl. 09–11

Árlegur fundur Nordkurs verður haldinn í Helsinki 30. september til 1. október.

Nordkurs-námskeið eru haldin á hverju sumri víðs vegar um Norðurlöndin. Þar gefst norrænum háskólanemum tækifæri á að kynnast máli og menningu annarra Norðurlanda. Alþjóðasvið Árnastofnunar sér um þessi námskeið fyrir hönd Háskóla Íslands.

Á árlegum skipulagsfundi þeirra sem standa að Nordkurs er rætt um námskeiðin sem haldin voru 2022, tekin ákvörðun um námskeið næsta árs og gerð áætlun um framtíðarnámskeið og stefnu Nordkurs. Fundinn sækja fulltrúar þeirra Norðurlanda sem bjóða upp á Nordkurs-námskeið fyrir háskólanemendur. 

Sjá nánar um Nordkurs hér.

 

 

2022-09-30T09:00:00 - 2022-10-01T11:00:00