15. september er Dagur rímnalagsins og jafnframt stofndagur Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem verður 95 ára í ár. Félagið var stofnað árið 1929 með það markmið að varðveita og þróa íslenska rímnasönghefð. Af þessu tilefni verður haldið málþing um rímur í fyrirlestrasal Eddu 15. september. Málþingið er liður í þriggja daga þjóðlistahátíð Vökufélagsins og haldið í samstarfi við Árnastofnun. Að því loknu verða haldnir tónleikar sem hefjast kl. 17 og bera yfirskriftina „Nýjar rímur“ en þar munu félagar í Iðunni frumflytja fjóra nýja rímnaflokka.
Dagskráin er öllum opin.
Dagskrá
Málþing – Rímur á öllum tímum
Málstofustjóri er Kristinn H. M. Schram.
Þorsteinn Björnsson: Mansöngvar í rímum fyrir 1600
Eva María Jónsdóttir: Rímur detta úr tísku
Margrét Eggertsdóttir: „Kæt þig maður og kvinnan fín með kvæða skvaldri“
Katelin M. Parsons: Vitum við nóg um rímur á 20. öld?
Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Nýjar rímur
Tónleikar – Nýjar rímur
Fluttir verða nýir rímnaflokkar.
Umferðin í Reykjavík – höf. Sigrún Haraldsdóttir, Ingimar Halldórsson kveður.
Rímur af Láka jarðálfi (brot) – höf. Bjarki Karlsson, Bára Grímsdóttir kveður.
Rímur af kvíaflóttanum mikla – höf. Gunnar J. Straumland, Gunnar J. Straumland kveður.
Forsetakosningar – höf. Sigurlín Hermannsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir kveður.