Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson flytja fyrirlestur um Jakobsveginn.
Frá Jakobsvegi, eða pílagrímaveginum til Santiago de Compostela á Spáni, er sagt í nokkrum textum sem varðveittir eru í íslenskum handritum.
Ein þeirra er Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var víðförull pílagrímur og fór meðal annars til Santiago. Hrafn kemur einnig við sögu í kvikmyndabálkinum Draumurinn um veginn sem Erlendur Sveinsson gerði um göngu Thors Vilhjálmssonar til Santiago.
Sagðar verða sögur af pílagrímaveginum fyrr og nú og sýnd brot úr kvikmyndunum.
Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum. Þar er m.a. fjallað um samspil íslenskrar miðaldamenningar við evrópskan hugmyndaheim sem saga Hrafns Sveinbjarnarsonar ber vitni um.