Skip to main content

Viðburðir

Ormsbók kvödd

8. febrúar
2025
kl. 13–14

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Guðrún Nordal, rannsóknarprófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, heldur erindi um Ormsbók Snorra-Eddu sem er eitt af fjórum aðalhandritum Snorra-Eddu. Bókin hefur verið til sýnis á handritasýningunni Heimur í orðum í Eddu undanfarna tvo mánuði. Bókina þarf að hvíla í bili og því mun Guðrún nota tækifærið og fjalla um þetta fágæta handrit laugardaginn 8. febrúar í fyrirlestrasal Eddu.

Talið er að Snorri Sturluson hafi samið bókina sem kennslubók í skáldskaparfræðum. Hún er í samtalsformi og fjallar um norræna goðafræði, skáldamál og bragarhætti. Í Ormsbók er fleira efni en Edda, meðal annars Fyrsta málfræðiritgerðin svokallaða. Hún var samin á 12. öld í því augnamiði að gera latneska stafrófið sem nothæfast til að rita íslensku. Handritið er kennt við Ole Worm, prófessor í Kaupmannahöfn, sem eignaðist bókina á 17. öld. 

2025-02-08T13:00:00 - 2025-02-08T14:00:00