Skip to main content

Viðburðir

Málþing um Helgafellsbækur

03.03.2023 to 04.03.2023

Þjóðminjasafnið
Reykjavík
Ísland

Bókagerð
Bókagerð

Í mars 2023 verður haldið þverfaglegt málþing á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um handrit sem talið er að hafi verið gerð í klaustrinu á Helgafelli. Fjallað verður um gerð handritanna, innihald, sögulegt samhengi, hönnun og skreytingar, sem og skrift, mál og stafsetningu ásamt öðru sem bókunum tengist.

„Bókagerð í Helgafellsklaustri á fjórtándu öld“ er þverfaglegt rannsóknarverkefni sem unnið er að á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rannsóknarhópurinn beinir sjónum að hópi íslenskra handrita frá fjórtándu öld sem öll tengjast klaustrinu á Helgafelli. Í verkefninu taka þátt fræðimenn sem nálgast handritarannsóknir úr ólíkum áttum.

 

Ljósm.: SSJ
2023-03-03T00:00:00 - 2023-03-04T00:00:00
Skrá í dagbók
-