Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Viðburðir

Málþing. Flateyjarbók: forn og ný

10.02.2023 - 13:00 to 10.02.2023 - 17:00

Veröld – hús Vigdísar,
Reykjavík,
Ísland

Flateyjarbók saumuð
Flateyjarbók saumuð

Undanfarin ár hefur staðið yfir viðgerð á stærsta miðaldahandriti Íslendinga, Flateyjarbók. Hollvinasamtökin Vinir Árnastofnunar voru miklir hvatamenn að því að viðgerðin yrði til lykta leidd. Verkefnið hlaut enn fremur sérstakan styrk frá ríkisstjórn Íslands, því hefur miðað vel og nú er stutt í að handritið klæðist sinni nýju kápu, sem eru ný leðurklædd tréspjöld, en það er síðasti áfanginn í þessu mikla forvörsluverkefni.

Af þessu tilefni gengst Árnastofnun fyrir málþingi um Flateyjarbók föstudaginn 10. febrúar í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar. Þar mun forvörður stofnunarinnar, Vasarė Rastonis, fjalla um viðgerðarferlið en einnig verða flutt erindi um sögu handritsins, efnahagslegar forsendur fyrir gerð þess á sínum tíma og það efni sem til þurfti, bókfell, blek og litarefni. Málþingið hefst kl. 13 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá

13.00–13.15   Svanhildur Óskarsdóttir handritafræðingur: Til móts við Flateyjarbók
13.15–13.45   Johnny Finnssøn Lindholm orðabókarritstjóri: "The noblest treasure of northern literature". A tour through the history of Flateyjarbók in Denmark
13.45–14.15   Vasarė Rastonis forvörður: Flateyjarbók at present
14.15–14.45   Ketill Guðfinnsson trésmiður: Um þátt trételgju af Hornströndum í viðgerð Flateyjarbókar

14.45–15.15   Kaffihlé

15.15–15.45   Jiři Vnouček forvörður: The parchment of Flateyjarbók
15.45–16.15   Lea Pokorny doktorsnemi: The world of colours in Flateyjarbók
16.15–16.45   Daði Már Kristófersson hagfræðingur: Flateyjarbók sem menningarfjárfesting
16.45–17.00   Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar: Lokaorð

Boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár.

Málþinginu er streymt hér.

 

Ljósm.: SSJ
2023-02-10T13:00:00 - 2023-02-10T17:00:00
Skrá í dagbók
-