Hugvísindaþing 2023 verður haldið í Háskóla Íslands 10. og 11. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.
Hátíðarfyrirlesturinn heldur Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki.
Starfsfólk Árnastofnunar tekur þátt í fjölmörgum málstofum þar sem m.a. verður fjallað um Grýlu, kennslu íslensku sem annars máls, setningafræði eldri og nýrri íslensku, opinbera stafsetningu og stöðlun, rímur og rímnaskáld og þýddar helgisögur frá miðöldum.
Sjá nánar á vefsíðu þingsins hér.
2023-03-10T10:00:00 - 2023-03-11T17:00:00