Föstudaginn 24. janúar verður haldið Hauksbókarþing í Eddu í tilefni af því að allir þrír hlutar Hauksbókar verða samtímis á handritasýningunni Heimur í orðum.
Fimm fræðimenn fjalla um Hauksbók, sem var í eigu Hauks Erlendssonar skrifara, sem er líka talinn hafa skrifað hluta bókarinnar. Málþingið er haldið í samstarfi við Miðaldastofu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
2025-01-24T13:00:00 - 2025-01-24T16:00:00