Dr. Maurizio Aceto er lektor í efnafræði við Università degli Studi del Piemonte Orientale á Ítalíu þar sem hann kennir efnagreiningu. Hann sérhæfir sig í frumgreiningu á bleki og litum á listmunum og fornleifum. Í starfi sínu hefur Maurizio átt samstarf við ýmsar evrópskar stofnanir eins og Bibliothèque Nationale de France í París, bókasafn Vatíkansins í Róm og þjóðarbókhlöðuna í Vín. Eftir hann liggja tugir fræðigreina.
Erindi hans nefnist Molecular spectroscopy at the service of the study of ancient manuscripts og fjallar um möguleikana – og kosti og galla – sem felast í litrófsgreiningu á efnasameindum fornra handrita.
Dr. Angelo Agostino er einnig lektor í efnafræði en við háskólann í Torino. Hann hefur unnið við efnagreiningu (einkum fastra efna) í yfir tvo áratugi og hefur sérhæft sig í skemmdarlausri (non-invasive) prófun á listmunum (gleri, glerungi, málmum, litarefnum og bleki), m.a. með XRF og XRD tækni. Hann hefur einnig kynnt sér og endurskapað fornar aðferðir við efnagerð.
Erindi hans nefnist The secret hidden between the pages. Non-invasive chemical analysis of ancient manuscripts.
Allir velkomnir.