Skip to main content

Viðburðir

Fyrirlestur um blek og liti I − Cheryl Porter

31. ágúst
2021
kl. 17–18

Veröld −
hús Vigdísar
107 Reykjavík
Ísland

Cheryl Porter flytur fyrirlestur sinn í Veröld – húsi Vigdísar kl. 17.

Fyrirlesturinn nefnist Travels and red-colour adventures: finding lac insects in India, vermilion from the mercury mines of Spain, and cochineal from Armenia.

Cheryl Porter er forvörður á sviði bóka, pappírs og handrita. Hún hefur starfað víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Egyptalandi, á Englandi og Ítalíu þar sem hún hefur farið fyrir forvörsluverkefnum við bókasafnið í Montefiascone. Í Montefiascone stýrir hún enn fremur sumarskóla í forvörslu bóka og handrita. Cheryl hefur sérhæft sig í rannsókn litarefna í handritum og bókum og hefur í því skyni ferðast víða og safnað litarefnum úr náttúrunni, úr dýrum, steinum og jurtum. Eftir hana liggja fjölmargar greinar og fræðirit; hún er meðal höfunda rannsóknar á litarefnum í Skarðsbók Jónsbókar sem birtist árið 1995.

Allir velkomnir.

 

Árnastofnun tekur þátt í verkefninu Græn skref. Vakin er athygli á kostum umhverfisvæns samgöngumáta (göngu, hjólum, rafbílum, almenningssamgöngum) í sambandi við heimsóknir á stofnunina og viðburði á hennar vegum
2021-08-31T17:00:00 - 2021-08-31T18:00:00