Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 27. apríl nk. kl. 13.15 í Odda 202.
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir þjóðfræðingur flytur fyrirlestur sem hún nefnir:
Hjáleigurnar Snússa og Flassi. Örnefni í landi Brautarholts á Kjalarnesi
Í jarðabókum frá 19. öld koma þessi örnefni fyrir í landi Brautarholts en þau eiga sér eldri sögu. Sérstök nöfn hafa gjarnan verið einkenni á hjáleigum og eru Snússa og Flassi engar undantekningar. Við fyrstu sýn er síður en svo augljóst
hvað þau merkja og auk þess eru þau sjaldgæf í örnefnaflóru íslenskrar tungu. Snússa á sér fleiri hliðstæður á landinu en málið er snúnara þegar kemur að Flassa. Af þessum ástæðum er áhugavert að skoða þessi örnefni nánar, bæði út frá merkingu þeirra og tíðni.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.