Skip to main content

Viðburðir

Bókagleði Árnastofnunar

15. mars
2019
kl. 17–18

Hannesarholt
Grundarstíg
Reykjavík
Ísland

Safn til íslenskrar bókmenntasögu
Safn til íslenskrar bókmenntasögu

Bókagleði Árnastofnunar er óformleg samkoma þar sem gestum gefst tækifæri til að hlusta á útgefendur úr hópi fræðimanna Árnastofnunar segja frá nýjustu ritum sem komið hafa út á vegum stofnunarinnar.

Svavar Sigmundsson prófessor emeritus sendi frá sér bókina Íslenskar bænir fram um 1600  á síðasta ári. Hann mun segja frá ritinu og rannsóknum sínum á bænum sem voru til að nota við öll tækifæri fyrr á öldum.

Þórunn Sigurðardóttir og Guðrún Ingólfsdóttir gáfu út bókmenntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík á liðnu ári. Þær segja frá ritinu sem ber yfirskriftina Safn til sögu íslenskrar bókmenntasögu og er um tímamótaútgáfu að ræða þar sem verk Jóns hefur fram til þessa ekki verið fáanlegt í prentaðri útgáfu.

 

Veitingastofa Hannesarholts er opin og spurningar gesta velkomnar á meðan á viðburðinum stendur.

Íslenskar bænir fram um 1600
Íslenskar bænir
2019-03-15T17:00:00 - 2019-03-15T18:00:00