Skip to main content

Viðburðir

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

12. september
2024
kl. 08–10

Edda
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

NÝIR TÍMAR

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 12. september í fyrirlestrasal Eddu kl. 8.30–10.

Það eru nýir tímar hjá Árnastofnun. Í Eddu hefur orðið til nýr og öflugur vettvangur fyrir rannsóknir, kennslu, miðlun og nýsköpun í íslensku, íslensku sem öðru máli og íslenskum bókmenntum. Nýtt hús býður upp á marga nýja samstarfsmöguleika og munu nokkur erindi á dagskránni vitna um það. Einnig verður fjallað um nýjar rannsóknaraðferðir, gervigreind, nýsköpun í miðlun og útgáfu og hönnun nýrrar sýningar.

Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8 en dagskrá ársfundar hefst kl. 8.30. Skráning hér.

 

Dagskrá

Illugi Gunnarsson formaður stjórnar. Ávarp.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Ávarp.

Guðrún Nordal forstöðumaður. Starfsemi stofnunarinnar árið 2023

Helen Cova ljóðskáld. Rótarskot á Listahátíð. Að yrkja á íslensku sem öðru máli

Trausti Dagsson verkefnisstjóri. Frá tali yfir í texta. Sjálfvirkar uppskriftir úr þjóðfræðisafni

Beeke Stegmann rannsóknarlektor. Alþjóðlegi sumarskólinn í handritafræðum 20 ára

Brynja Þorgeirsdóttir, lektor við Íslensku- og menningardeild. Samstarf Háskóla Íslands og Árnastofnunar í Eddu

Steinþór Steingrímsson rannsóknarlektor. Gervigreind(in) og Árnastofnun

Mhairi Naismith, verkefnisstjóri hjá Studio MB. Hönnun sýningarinnar Heimur í orðum

 

 

2024-09-12T08:00:00 - 2024-09-12T10:00:00