Skip to main content

Viðburðir

Ársfundur 2013 - Sprotar

10. apríl
2018
kl. 08.15–10

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 10. apríl 2013 á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15-10. Á fundinum verður sjónum beint að verkefnum yngri kynslóðar fræðimanna og listamanna sem hafa eflt starf stofnunarinnar á síðustu árum. Villuleitarforritið Skrambi er frábær nýsköpun á grunni gagna stofnunarinnar, gagnagrunnurinn Ísmús opnar almenningi aðgang að segulbandaupptökum, ný orð skjóta rótum í tungumálinu og kynni eru endurnýjuð við handrit sem vesturfarar tóku með sér til Kanada. Á hverju ári koma erlendir námsmenn til að læra íslensku.  Þannig verða nýir sprotar og ný þekking til.

Allir eru velkomnir.

2013-04-10T08:15:00 - 2018-04-10T10:00:00