Skip to main content

Viðburðir

Árnastofnun á Safnanótt 2020

7. febrúar
2020
kl. 18–23

við Hverfisgötu
Reykjavík
Ísland

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar 2020 en þá opna fjölmörg söfn og sýningar dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18.00 til 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Elizabeth Walgenbach, sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, mun veita leiðsögn um handritin á sýningunni Sjónarhorn sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu, milli kl. 20 og 21.

2020-02-07T18:00:00 - 2020-02-07T23:00:00