Skip to main content

Viðburðir

Aldarminning: Ráðstefna til heiðurs Hermanni Pálssyni 26. maí

26. maí
2021
kl. 16–18

Í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu Hermanns Pálssonar leggja Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum saman krafta sína og efna til ráðstefnu í minningu hans. Ráðstefnan fer fram í Auðarsal í Veröld, Húsi Vigdísar 26. maí frá kl. 16−18.

Hermann var prófessor við Háskólann í Edinborg og var einn af áhrifa- og afkastamestu fræðimönnum á sviði íslenskra fræða á seinni hluta 20. aldar. Bækur hans skipta tugum og greinar hundruðum. Hann var einnig mikilvirkur þýðandi íslenskra fornbókmennta á enska tungu. Í gegnum þær kynntust fleiri kynslóðir lesenda um heim allan fornsögunum.

Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka er ókeypis.

Dagskrá

Eva María Jónsdóttir: Ráðstefnan sett.

Vésteinn Ólason: Útlagar.

 Ásdís Egilsdóttir: Sagan okkar Hermanns.

– Magnús Hannesson: Af Sauðanesætt.

Guðrún Nordal: „Var fagurt um að litast“.

Ármann Jakobsson: Um völvur í forntextum.

Aðalheiður Guðmundsdóttir: Bardaginn eilífi á Bretlandseyjum.

Örnólfur Thorsson: „Margt er öðru líkt“ − Hermann Pálsson og Grettla.

Annette Lassen: Morð, hauskúpur og mannát − eða lærð vinnubrögð edduhöfunda.

Guðmundur Andri Thorsson: „Við brottför þína brugðu fjöllin lit“.

Torfi H. Tulinius: Sagnaskemmtun, ritmenning og veisluhöld.

Gísli Sigurðsson: Summer of Love og upphaf fornsagnaþinga.

2021-05-26T16:00:00 - 2021-05-26T18:00:00