Skip to main content

Tryggvi Halldórsson skýtur í kringum heystakk

Sögn Eðvarðs Gíslasonar
Vancouver, EF 72/43

Audio

Ó, Tryggvi Halldórsson, já. Ég hef nú heyrt dáltlar sögur af honum. Já, ég get sagt þér, ó, fáeinar sögur af honum náttúrlega, Tryggva Halldórssyni. Einu sinni var hann á heimleið úr bænum og hann, - þá sá hann þar hj, - hjört eða jumper sem þeir kalla, hjartardír eða hjört standa við heystakk.
Og hann hafði með sér byssu svo hann hugði nú að hann skyldi nú ná í þennan, þetta dír. Svo að hann gekk upp að stakknum en þegar að hann kom að stakknum, hey-, heysætunni eða sætunni, þú veist hvað stakkur er, heysátunni, þá fór dírið að fara í kring alltaf. Og hann sá aðeins í rófuna á því. Og þetta gekk langan, langan tíma. Hann hljóp þarna á eftir dírinu og hann sá aldrei nema rófuna á því. Svo hann hug-, hugkvæmdist það að skjóta í kringum stakkinn. Og hann setti byssuna á hné sér og beygði hlaupið og skaut í kringum stakkinn og náði því [hlær].
Þetta var býsna gott. Og svo get ég sagt þér aðra sögu.

[Olga:] En, en hann, hann sagt þér þessa sögu?

Jájájájá, Halldór gerði það. Þetta var bróðir Balda Halldórssonar, skálds.