Í íslensku eru orðin skúr í merkingunni ‘(stutt) rigningardemba’ og skúr í merkingunni ‘(lítil og einföld) bygging’ samhljóma sem kallað er – þau eru borin eins fram og hafa sömu ritmynd en gjörólíka merkingu.
Þrátt fyrir mikilvægi munnlegra samskipta hafa orðabókafræðingar gefið samtölum lítinn gaum. Íslenskar orðabækur, eins og orðabækur annarra evrópskra mála, byggjast nefnilega fyrst og fremst á rituðum heimildum.