Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Starfsfólk Til baka

Lea Debora Pokorny

Lea Debora Pokorny

Handritasvið
doktorsnemi / starfar við verkefnið Bókagerð í Helgafellsklaustri á 14.öld
Árnagarður

Heiti doktorsverkefnisins er: Bókagerð á Íslandi á seinni hluta 14. aldar. Efnisleg rannsókn á handritum og handritagerð í evrópsku samhengi.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna bókagerð á síðari hluta 14. aldar á Íslandi og bera aðferðir og tækni sem notuð var saman við vestur-evrópska hefð. Þó að íslensk handrit séu kjarni íslenskrar miðaldamenningar er lítið vitað um þær aðferðir sem notaðar voru við framleiðslu þeirra og um ferli handritagerðarinnar. Þessi rannsókn sameinar tvær nýjar leiðir til að skilgreina íslensk handrit í öllum efnislegum smáatriðum (= codicological analysis) ásamt samanburði við svæði í Vestur-Evrópu. Alls verða 1.714 blöð úr 24 upprunalegum handritum skoðuð en 16 þeirra eru hluti svokallaðs Helgafellshóps og er verkefnið tengt rannsóknarverkefninu „Bókagerð í Helgafellsklaustri á 14. öld“ sem styrkt er af RÍM (Ritmenning íslenskra miðalda).

Leiðbeinendur eru Beeke Stegmann, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Erik Kwakkel, prófessor við háskólann í British Columbia.