Seint á 19. öld þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögum og ævintýrum til útgáfu voru honum sendar uppskriftir af sögum víðs vegar að af landinu og fékk hann gjarnan mörg tilbrigði við sömu sögu frá mismunandi söfnurum. Jón skrifaðist mikið á við safnarana og í bréfunum var oft rætt um sögurnar og mismunandi útgáfur þeirra.