Ritreglur Íslenskrar málnefndar eru opinberar ritreglur á Íslandi. Þær gilda um stafsetningarkennslu í skólum og útgefið efni á vegum hins opinbera. Auglýsingar eru ein tegund almennra stjórnvaldsfyrirmæla.
Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls (nr. 61/2011) á Íslensk málnefnd að semja íslenskar ritreglur. Núverandi reglur voru gefnar út af mennta- og menningarmálaráðherra í tveimur hlutum: fyrri hluti reglnanna (stafsetning) 6. júní 2016 í auglýsingu nr. 695 um setningu íslenskra ritreglna sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda, 10. ágúst sama ár og seinni hlutinn (greinarmerki) 27. ágúst 2018 í auglýsingu nr. 800 um setningu ritreglna sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 31. ágúst sama ár.
Sjá nánari upplýsingar um reglurnar.
Sjá einnig pistil á Vísindavefnum sem nefnist Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?
Umsjónarmaður ritreglnanna er Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent á Árnastofnun.