Frestur til að sækja um rannsóknarmisseri er 15. september ár hvert, fyrir bæði komandi haustmisseri árið á eftir og vorrmisseris í kjölfarið. Einungis geta akademískir starfsmenn sótt um rannsóknarmisseri.
Ávinnsluregla:
Heimild til rannsóknamisseris er ekki veitt nema starfsmaður hafi sinnt að fullu rannsóknar- og stjórnunarskyldu undangengin sex misseri eða sex ár eftir því hvort sótt er um eitt eða tvö rannsóknamisseri. Ekki er heimilt að telja með misseri lengra aftur en frá síðast tekna rannsóknamisseri.
Rannsóknastig:
Til að eiga kost á rannsóknamisseri á háskólaárinu gildir eftirfarandi:
Kennari þarf að hafa 10 rannsóknastig (aflstig) að meðaltali sl. þrjú eða fimm ár (eftir því sem hagstæðara er fyrir kennarann) úr völdum flokkum matskerfis opinberra háskóla.
Önnur skilyrði:
Starfsmaður verður að hafa skilað rannsóknaskýrslum árlega.
Ef starfsmaður hefur farið í rannsóknamisseri áður þarf að liggja fyrir skýrsla um það.
Forstöðumaður getur þó heimilað frávik frá reglunum í sérstökum undantekningar tilvikum.
Umsóknarferli
- Sótt er um rannsóknarmisseri á þar til gerðu eyðublaði á starfsmannasíðum stofnunarinnar setja inn link
- Fjallað er um umsóknir í matsnefnd
- Ákvörðun um veitingu misseris og farareyris er tekin eftir fund matsnefndar
- Umsækjendum er svarað innan 6 vikna frá lokum umsóknarfrests
- Greiðsla farareyris fer fram á Stjórnsýslusviði hjá Jóni Karli Reynissyni.
- Að ferð lokinni skal skila brottfararspjöldum til Stjórnsýslusviðs fyrir uppgjör
- Skýrslu um rannsóknarmisseri er skilað til forstöðumanns innan tveggja mánaða
Skýrslu um rannsóknarmisseri er skilað til forstöðumanns innan tveggja mánaða eftir að rannsóknarmisseri lýkur. Þar á að koma fram í hverju rannsóknavinnan fólst og hvaða árangur hún hefur borið.
Æskilegt er að eftirfarandi atriði séu höfð til hliðsjónar við skýrslugerð
- Að hve miklu leyti var lagður grunnur að rannsóknum næstu ára í rannsóknamisserinu?
- Voru rannsóknirnar hluti af langtímarannsóknum?
- Að hvaða verkum var unnið á rannsóknamisserinu?
- Hvernig er líklegt að þessi vinna skili sér í birtum rannsóknaverkefnum?
- Byggðist rannsóknavinnan á samstarfi við erlenda eða innlenda aðila?
- Var efnt til nýrrar samvinnu?
- Nýting tækja og aðstöðu (rannsóknastofa, bókasafna) á rannsóknamisserinu?
- Þátttaka í ráðstefnum, flutt erindi?