Mikilvægt er að fylla umsóknina út á sem nákvæmastan hátt. Skortur á upplýsingum getur orðið til þess að tefja afgreiðslu umsóknarinnar og/eða henni vísað frá.
I. Frá og með hausti 2011 þarf 10 rannsóknarstig (aflstig) að meðaltali á ári úr neðangeindum flokkum Matskerfis opinberra háskóla til að eiga kost á rannsóknarmisseri: a) A2 (bækur), þó ekki A 2.4 og A 2.5 b) A3 (bókakaflar), þó ekki A3.4 c) A4 (tímaritsgreinar), að undarnskildum flokki A 4.4 d) A 5.1 (greinar í alþjóðlegum ráðstefnuritum).
II. Umsækjandi þarf að hafa uppfyllt kennslu- og stjórnunarskyldu undangengin 6 misseri eða 6 ár ef sótt er um tvö misseri.
III. Umsækjendur skulu hafa skilað rannsóknarskýrslu árlega, þau ár sem eru til grundvallar umsókninni.
IV. Umsækjendur skulu hafa skilað skýrslu um síðasta rannsóknarmisseri innan tveggja mánaða frá lokum þess.