Rannsókn á uppruna elsta íslenska vatnsmerkisins. Sjá nánar í pistli eftir Silviu Hufnagel.
Rannsókn á uppruna elsta íslenska vatnsmerkisins. Sjá nánar í pistli eftir Silviu Hufnagel.
Wormsbók er handrit frá 14. öld sem geymir Snorra-Eddu eftir Snorra Sturluson með ýmsum viðbótum, þar á meðal kvæðið Rígsþulu og fjórar ritgerðir um málfræði. Haukur Þorgeirsson fjallar um innihald bókarinnar og sögu hennar.
Belgsdalsbók er lagahandrit frá 14. öld. Þar má sjá mynd af Jóni sjálfum taka við Jónsbók frá Magnúsi lagabæti. Stefan Drechsler sýnir okkur dæmi um myndskreytingar við lagatexta og útskýrir tengsl textans við myndirnar. Meira er hægt að lesa um Belgsdalsbók í pistli eftir Lenu Rohrbach.
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir fornfræðingur vann á handritasviði Árnastofnunar sumarið 2021 við skráningu latneskra skinnblaða á Íslandi. Skinnblöðin hafa flest varðveist sem band utan um bækur og eru í misjöfnu ástandi. Á vinnutímabilinu skráði hún rúmlega hundrað brot og í myndbandinu ræðir hún tvö þeirra.
Sólveig er með tvöfalt BA-próf í latínu og grísku frá Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í fornfræði við Cambridge-háskóla.
Í skráningu handrita felst að efni þeirra og eðli er lýst og þar með er fræðimönnum og öðrum áhugasömum gert hægara um vik að finna gögnin og átta sig á þeim. Áður var engin útgefin skrá til um skinnbrotin úr Þjóðminjasafni, aðeins stuttorð vélrituð skrá frá 1963.
Í Þjms 3411 eru það nóturnar við fyrsta hlutann („Gaudeamus omnes ...“) sem komu í leitirnar með þessu broti. Í myndskeiðinu heyrist hins vegar brot úr sekvensíunni „Lux illuxit“ sem tekur við neðar á síðunni.
Í þessu myndbandi er fjallað um nokkur atriði sem varpa ljósi á þær aðferðar sem voru notaðar við bókagerð á Íslandi á 14. öld, enda er hægt að læra mikið um bókagerðina út frá handritunum sjálfum. Handritið hefur safnmarkið AM 156 4to og inniheldur Jónsbók.
See English narrated version here.
Hér fjallar Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknarprófessor um Reykjabók sem er eitt elsta handrit Njáls sögu, skrifað í byrjun 14. aldar. Það er varðveitt í Kaupmannahöfn en kom í heimsókn til Íslands árið 2018 vegna handritasýningar í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Reykjabók var skrifuð af tveimur skrifurum og hefur varðveist vel, í bókina vantar bara tvö blöð og er hún einkar læsileg.