Search
Heimsókn frá Québec
Þriðjudaginn 2. maí kom í heimsókn, á starfsstöð Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Laugaveg, hópur kennara og stúdenta úr Quebec-háskóla í Montréal. Þau kynntu sér íslenskt mál og málstefnu en flest eru þau frönskumælandi Kanadamenn.
NánarKrossfestingarmynd frá 14. öld verður kjörgripur í Þjóðminjasafni
Í kjörgripsrými Safnahússins verður sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.
NánarÁrnastofnun fékk far með Háskólalestinni
Háskólalestin er á ferðinni á vorin og fer vítt og breitt um landið. Megintilgangur lestarinnar er að opna undraveröld vísindanna fyrir skólabörnum og heimamönnum á hverjum áfangastað og kynna um leið fjölbreytta rannsóknarstarfsemi við Háskóla Íslands.
NánarSporrekjandi handritasafnarar eru á ferðinni í Vesturheimi
Þrír doktorsnemar við Háskóla Íslands, þau Katelin Marit Parsons, Ryan Eric Johnson og Ólafur Arnar Sveinsson, koma að verkefni sem ber yfirskriftina Í fótspor Árna Magnússonar og hefur verið í gangi síðan árið 2015.
NánarRáðstefna orðabókafólks á Norðurlöndum stendur sem hæst
Í Öskju, einu af húsum Háskóla Íslands, hafa um 60 manns sem starfa við orðabókagerð á Norðurlöndum sameinast á ráðstefnu. Í dag voru haldnir fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar en í hópi fyrirlesara voru Ari Páll Kristinsson og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarBók um Fjölnisstafsetninguna komin út
Gunnlaugur Ingólfsson, emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur búið til prentunar ritiðFjölnisstafsetningin. Hliðarspor í sögu íslenskrar stafsetningar.
Nánar