Search
Norrænt málþing í Danmörku
Málráð Norðurlanda og Dönsk málnefnd efna til norræns málþings í september í Danmörku. Á þinginu verður fjallað um málnotkun, málviðhorf og málstefnu. Um málþingið og dagskrá (á dönsku) (pdf, 64 k)
NánarHandritasafnið til umfjöllunar hjá Unesco
Sótt hefur verið um að handritasafn Árna Magnússonar verði skráð á lista Unesco um minni heimsins (Memory of the World Register). Umsóknin er nú til umfjöllunar hjá Unesco og má lesa hana á heimasíðu þeirra:
NánarRáðstefna um skýrt mál og vefsíður hins opinbera
Myndigheternas webbsidor Institutet för språk och folkminnen í Svíþjóð stendur fyrir ráðstefnu í Bålsta (45 km frá Stokkhólmi) 16.–18. október 2008 um skýrt mál og aðgengi á opinberum vefsíðum.
NánarMaður, menning og náttúra
Sjötta samstarfsráðstefna Manitobaháskóla og Háskóla Íslands; Maður, menning og náttúra (mannlegi þátturinn og umhverfið í kanadísku og íslensku umhverfi) verður haldin dagana 28.-29. ágúst. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, setur ráðstefnuna sem hefst klukkan tíu í hátíðarsal HÍ. Ráðstefnan fer fram á ensku.
NánarSamkeppni um hönnun húss, úrslit tilkynnt 21. ágúst
Tilkynnt verður um úrslit samkeppni um hönnun húss handa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslenskuskor Háskóla Íslands í hátíðarsal Háskólans fimmtudaginn 21. ágúst kl. 10.30. Auk vinningstillögunnar hljóta tvær tillögur verðlaun og þrjár tillögur verða keyptar. Alls bárust nítján tillögur.
Nánar