Nýr starfsmaður
Jóhanna Bogadóttir MA hefur störf á málræktarsviði stofnunarinnar 15. september, í hálfu starfi. Hún mun vinna við ýmis útgáfuverkefni sem fram undan eru á vegum stofnunarinnar. Jóhanna Bogadóttir er boðin velkomin til starfa.
NánarJóhanna Bogadóttir MA hefur störf á málræktarsviði stofnunarinnar 15. september, í hálfu starfi. Hún mun vinna við ýmis útgáfuverkefni sem fram undan eru á vegum stofnunarinnar. Jóhanna Bogadóttir er boðin velkomin til starfa.
NánarÚt er komið 9. hefti tímaritsins Orð og tunga sem áður var á vegum Orðabókar Háskólans en er nú gefið út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarGripla XVII (2006), sem gefin er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er komin út og er þetta 67. ritið í ritröð stofnunarinnar Rit Árnastofnunar. Að vanda er efnið fjölbreytt en þar er að finna sex viðamiklar greinar og minningarorð um látna fræðimenn.
NánarStyrkir Snorra Sturlusonar - 2008 Umsóknarfrestur til 31. október 2007
NánarVefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið settur upp. Útlitið hannaði auglýsingastofan H2 hönnun. Umsjón og skipulagning vefs var í höndum vefstjórnar stofnunarinnar. Efni hefur verið komið fyrir í SoloWeb vefumsjónarkerfinu. Unnið er að því að setja vefinn upp á Norðurlandamáli og ensku.
NánarRíkisstyrkur Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2008 er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 19. nóvember. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn.
NánarBókin 'Samræður við söguöld : frásagnarlist Íslendingasagna og fortíðarmynd' eftir Véstein Ólason hefur verið þýdd á ítölsku og nefnist: 'Dialoghi con l'era vichinga. Narrazione e rappresentazione nelle Íslendingasögur'. Þýðandi er Silvia Cosimini og útgefandi: Edizioni Parnaso, 2006.
NánarVerkefni starfsmanna stofnunarinnar eru eins ólík og þau eru mörg. Óhætt er að segja að sum vekja meiri áhuga og kátínu hjá þjóðinni en önnur.
Nánar