Skip to main content

Fréttir

9. hefti Orðs og tungu

Út er komið 9. hefti tímaritsins Orð og tunga sem áður var á vegum Orðabókar Háskólans en er nú gefið út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Í heftinu eru sex greinar sem tengjast orðfræði og orðabókafræði. Fjórar þeirra eru sprottnar af erindum sem haldin voru á málþingi tímaritsins og Orðabókar Háskólans í febrúar 2006 undir yfirskriftinni Tungutækni og orðabækur. Auk þess birtast í heftinu umsagnir um bækur, frásagnir af orðabóka- og rannsóknaverkefnum sem unnið er að og bókafregnir. Loks er í heftinu aldarminning Jakobs Benediktssonar sem lengi var forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Þetta hefti Orðs og tungu er 169 blaðsíður að lengd.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast heftið eða gerast áskrifendur að tímaritinu geta snúið sér til Kára Kaaber (s. 525 4443, kari [hjá] ismal.hi.is).