Skip to main content

Hvað er orðabókarfræði?

Orðabókarfræði (enska lexicography) fjallar um það hvernig orðum og orðasamböndum eru gerð skil í orðabókum. Rannsóknir og þróun í orðabókarfræði beinast að því að greina megindrætti í efnisvali, efnistökum og byggingu í orðabókum, bæði hvað varðar innri gerð orðabókargreina og orðabókanna í heild. Samanburður orðabóka, bæði sögulega milli orðabóka frá ólíkum tímum og samtímalega milli orðabóka af ólíku tagi, er líka viðfangsefni orðabókarfræði. Hagnýt orðabókarfræði felst í eiginlegri orðabókagerð og þar með í því að nýta afraksturinn af rannsóknar- og þróunarverkefnum. Hún felur líka í sér í samsetningu og notkun ýmiss konar gagnasafna sem nýtt eru sem hráefni og heimildir við gerð orðabóka í samvinnu við sérfræðinga á sviði máltækni. Þótt oft sé greint á milli fræðilegrar og hagnýtrar orðabókarfræði tvinnast hvort tveggja saman í nýsköpunarverkefnum í orðabókagerð.

Önd í ISLEX