Skip to main content

Handritapistlar

Heimur í brotum — GKS 1812 4to

Dagana 20.–21. október verður haldin í Viðey ráðstefna á vegum Árnastofnunar, Miðaldastofu Háskóla Íslands og Miðaldastofu háskólans í Óðinsvéum (Syddansk Universitet). Ráðstefnan ber yfirskriftina Heimur í brotum og hnitast um eitt handrit, GKS 1812 4to, sem er eitt mikilvægasta íslenska alfræðihandritið sem varðveist hefur. Handritið, sem er skrifað á skinn, telur nú 36 blöð. Það er samsett úr fjórum hlutum, misgömlum, og geymir texta bæði á íslensku og latínu. Stofninn í því eru 11 blöð sem skrifuð voru undir lok 12.

Kaupbréf fyrir Reykjavík 1615

Árið 1615 seldi Guðrún Magnúsdóttir jörðina Reykjavík á Seltjarnarnesi, en hún var ekkja eftir Narfa Ormsson lögréttumann. Með samþykki sona sinna seldi sú fróma dándikvinna 50 hundruð í Reykjavík með sinni kirkjueign, en áður hafði konungur eignast 10 hundruð í Reykjavík, sem var 60 hundraða jörð. Kaupandi var Herluf Daa höfuðsmaður fyrir hönd konungs. Guðrún fékk í mót Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kiðafell í Kjós.

Fornbréf frá Stóru Papey - Óblíð orð á Stóru Papey árið 1299

Á sumarþingi á Tingwall árið 1299 rituðu lögþingsmenn á Hjaltlandi bréf (nú AM dipl. norv. fasc. C3 a) sem fjallar um deilur varðandi jarðamat á eynni Stóru Papey, nú Papa Stour. Þetta er elsta varðveitta bréf frá Hjaltlandi, svo kunnugt sé. Það fjallar um ásakanir sem bornar voru á Þorvald Þórisson, sýslumann, um að hann hafi ranglega tekið sér hluta af skattgjaldi af eyjunni, sem hann átti að gjalda Hákoni Magnússyni jarli, bróður Eiríks Noregskonungs.

Kvæðabók úr Vigur – AM 148 8vo

Þann 25. júní síðastliðinn var opnuð í Vigur í Ísafjarðardjúpi sjötta sýningin í verkefninu Handritin alla leið heim. Í fjósinu í Vigur má því í sumar sjá vandaða eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar af merku handriti sem til varð í eynni og er kennt við hana: Kvæðabók úr Vigur. Sýningin er haldin samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða, heimamenn í Vigur og embætti prófessors Jóns Sigurðssonar.