Skip to main content

Fréttir

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2023

RÚV

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Verðlaunin fékk þýðandinn Áslaug Agnarsdóttir sem hefur á undanförnum árum fært Íslendingum rússnesk ljóð og sögur í snilldarþýðingum.

Við sama tækifæri fékk verkefnið Menningin gefur sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. Þungamiðja verkefnisins var námskeiðið VV sögur þar sem Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, kenndi þátttakendum gerð VV sagna sem byggjast á sérstökum sjónrænum aðferðum við að flytja bókmenntir og mætti hér jafnvel tala um nýtt skáldskaparmál.

Rökstuðning dómnefndar má finna í heild sinni hér.