Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

""

Einn styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna kom í hlut starfsmanns og verkefnis á vegum Árnastofnunar.

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir nemendur til rannsóknar- og þróunarverkefna yfir sumartímann. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til að sinna rannsóknar- og þróunarverkefnum. Úthlutun fyrir sumarið 2024 fór fram 20. mars og bárust í ár alls 392 umsóknir fyrir 574 háskólanema.

Branislav Bédi hlaut styrk upp á 3.060.000 kr. fyrir verkefnið C-LARA for learning Icelandic as a second language.

Í verkefninu er lögð áhersla á að nota spurningasvörunina ChatGPT til þess að búa til fjölþætt námsefni fyrir íslensku sem annað mál til að styðja við lestrarfærni nemenda sem eru mislangt á veg komnir í tungumálinu samkvæmt Evrópska tungumálarammanum (e. Common European Framework of Reference for Languages – CEFR). Námsefnið verður vistað á veffanginu C-LARA sem notar spurningasvörun ChatGPT og verður námsefnið aðgengilegt öllum án endurgjalds. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann í Suður-Ástralíu.

Sjá nánar um úthlutanir á vef Rannís.