Skip to main content

Fræðimenn og skólafólk

Styrkir
Stofnunin annast styrki Snorra Sturlusonar en þeir eru boðnir árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Einnig annast stofnunin umsýslu styrkja mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.
Námskeið
Stofnunin heldur alþjóðleg námskeið í íslensku fyrir erlenda nemendur og er meðal þeirra sem standa fyrir sumarskóla í handritafræðum.
Aðstaða og íbúðir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býður innlendum og erlendum fræðimönnum og stúdentum, sem vinna að verkefnum á fræðasviði hennar, aðgang að söfnum stofnunarinnar og aðstöðu til rannsókna.
Stofnunin hefur til umráða íbúðir sem erlendir fræðimenn, er koma til Íslands til að sinna rannsóknum, geta fengið afnot af við vægu gjaldi.
Leiðsögn og fræðsla safnkennara
Stofnunin býður upp á leiðsögn og fræðslu hjá safnkennara um handritaarfinn og menningarsögu miðalda fyrir skólahópa á öllum skólastigum.
Fræðimannaskrá
Fræðimannaskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum inniheldur upplýsingar um á sjöunda hundrað fræðimanna í íslenskum fræðum um allan heim.
Tilvitnun í efni á vef og gangasöfn
Á síðunni eru leiðbeiningar um hvernig megi vitna í efni á vef stofnunarinnar og í gagnasöfn hennar.