Skip to main content

Vinnutími og vinnuskylda

Til að laða að hæft starfsfólk og halda því í starfi er mikilvægt að starfsmenn hafi sveigjanleika m.t.t. vinnutíma.

Samkvæmt 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákveður forstöðumaður vinnutíma starfsmanna að því marki sem lög og kjarasamningur ráða. 

Lög um réttindi og skyldur kveða á um að starfsmenn skuli eiga rétt á sveigjanlegum vinnutíma. Viðvera starfsmanna í stjórnsýslu og stoðþjónustu

Vinnuskylda stjórnsýslu- og tæknifólks er ákveðin af yfirmanni í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings og hlutaðeigandi kjarasamnings. Gert er ráð fyrir að vinnuframlagi sé skilað á vinnustað.

Viðveran er skráð í Vinnustund. Almennt er gengið út frá að þeir sinni stærstum hluta starfa sinna á almennum starfstíma skólans frá kl. 8.00- 17.00. Þeim er þó, í samráði við yfirmann heimilt, að sveigja vinnutíma að þörfum einkalífs. Komi upp þær aðstæður í einkalífi starfsmanns að hann tímabundið þurfi að vinna verulegan hluta viðveruskyldu sinnar utan dagvinnutíma skal hann leita samþykkis yfirmanns. Starfsmenn skulu tilkynna skrifstofu skiptiborði um lengd fjarveru og hvar hægt er að ná í hann á meðan fjarvera frá vinnustað varir.