Skip to main content

Viðburðir

Skrifarasmiðja og bókakynning í Garðabæ

17. september
2022
kl. 12–14

Bókasafn Garðabæjar
Garðatorg 7
210 Garðabær
Ísland

Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir les upp úr bók sinni Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár í Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 17. september kl. 12–14. Í Báli tímans er Möðruvallabók fylgt frá borði skrifarans til dagsins í dag og er sagan sögð frá sjónarhóli handritsins. Bál tímans hefur verið tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Eftir upplesturinn býður Árnastofnun upp á skrifarasmiðju fyrir gesti bókasafnsins. Í smiðjunni verður hægt að setja sig í stellingar handritaskrifara að fornu. Gestum býðst að munda fuglsfjaðrir, dýfa þeim í blek og rita svo hugsanir sínar á bókfell líkt og gert var á miðöldum. Hægt verður að skoða verkfæri sem notuð voru við bókagerð, fá fræðslu um verkun skinna og hvernig bækur voru búnar til.

Sjá einnig á heimasíðu Bókasafns Garðabæjar.

2022-09-17T12:00:00 - 2022-09-17T14:00:00