Skip to main content

Viðburðir

Skrifað á skinn með fjaðurstaf – fjölskyldusmiðja

22. febrúar
2025
kl. 14–16

Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Í fjölskyldusmiðjunni í Eddu munu þátttakendur bregða sér í hlutverk skrifara frá miðöldum þar sem þeir fá tækifæri til að skrifa á skinn með fjaðurpenna og jurtableki. Hægt verður að fræðast um gerð skinnhandrita og skoða eftirlíkingu af Flateyjarbók.

Einnig verður hægt að teikna og lita myndir af persónum úr norrænni goðafræði og líka að lesa og eiga rólega stund með yngri börnum.

Fjölskyldusmiðjan fer fram í nýju kennslurými Eddu á fyrstu hæð og hentar öllum aldurshópum. Umsjón smiðjunnar er í höndum Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur safnkennara Árnastofnunar og Svanhildar Maríu Gunnarsdóttur, sérfræðings á miðlunarsviði.

Kaffihúsið Ýmir í Eddu er opið kl. 10–17.

Frítt er inn á handritasýninguna Heimur í orðum þennan dag fyrir fjölskyldur sem taka þátt í smiðjunni.

2025-02-22T14:00:00 - 2025-02-22T16:00:00