Skip to main content

Viðburðir

Sigurðar Nordals fyrirlestur: Kirsten Hastrup

14. september
2012
kl. 17–18

Dr. Kirsten Hastrup, prófessor í mannfræði við Kaupmannahafnarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu, föstudaginn 14. september nk., kl. 17.00, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn nefnist „Den lille istid: Islands klima i historiens spejl” og verður fluttur á dönsku.

Í fyrirlestrinum mun Kirsten sýna með dæmum úr mismunandi ritheimildum hvernig loftslag kemur fram í sögunni. Í heimildunum er unnt að sjá hvernig veðrátta og saga samfélags fléttast saman án þess að það þurfi að vera beint orsakasamhengi þar á milli. Þetta sést þegar í textum frá miðöldum þegar loftslag var frekar hlýtt en sérstaklega á næstu öldum þegar veðráttan var köld. Kirsten kastar nýju ljósi á söguna með því að nota mismunandi ritheimildir.

Dr. Kirsten Hastrup er löngu kunn af skrifum sínum um sögulega mannfræði Íslands og Íslendinga. En doktorsritgerðir hennar fjölluðu um þetta efni. Hún hefur einnig rannsakað Shakespeareleikhúsið á Englandi. Þá hefur hún fjallað um mannréttindi í rannsóknum sínum. Nú leiðir hún rannsóknir á umhverfis- og samfélagsbreytingum  á Norðurslóðum, einkum á Grænlandi.

Dr. Kirsten Hastrup  hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir fræðastörf sín. Í vor veitti Sænska akademían henni Gad Rausing verðlaunin fyrir afburðarannsóknir í mannvísindum.

Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum

2012-09-14T17:00:00 - 2012-09-14T18:00:00